Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, keppir í þessari viku á Indoor Golf Group Challenge mótinu sem fram fer á Landeryds vellinum í Svíþjóð.

Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Mótið hófst fimmtudaginn 31. ágúst og lokadagurinn er sunnudaginn 3. ágúst.

Haraldur Franklín er á -5 samtals eftir 36 holur og er hann í 15. sæti þegar þetta er skrifað. Keppni hefur verið frestað fram til kl. 15 að staðartíma vegna úrkomu.

Haraldur Franklín hefur leikið á 11 mótum á tímabilinu og er hann í 128. sæti á stigalistanum. Hann endaði í 47. sæti í síðustu viku á Dormy mótinu í Svíþjóð.

Besti árangur hans á tímabilinu er 19. sætið á móti sem fram fór um miðjan júní. Hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn á sjö mótum af alls tíu á tímabilinu.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ