Auglýsing

Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, tekur þátt á sterku boðsmóti í Bandaríkjunum sem fram fer á hinum sögufræga TPC Sawgrass golfvelli í Flórídafylki.

Mótið heitir Junior Players Championship og er eins og áður segir boðsmót á vegum AJGA (American Junior Golf Association).

Keppnisvöllurinn verður settur upp með svipuðum hætti og á Players Championship – en keppendur leika á öftustu teigum vallarins. Leiknar verða alls 54 holur á þremur keppnisdögum – en keppni hefst í dag, föstudaginn 1. september og lokahringurinn er sunnudaginn 3. september.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Gunnlaugur Árni hefur nám í bandaríska háskólanum East Tennessee State University haustið 2024. Þar hafa margir þekktir kylfingar stundað nám samhliða golfiðkun. Má þar nefna Guðmund Ágúst Kristjánsson, sem leikur á DP World Tour, Adrian Meronk frá Póllandi lék á sama tíma og Guðmundur með ETSU.


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ