Haraldur Franklín Magnús. Mynd/Shetland Nielsen.
Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús úr GR náði frábærum árangri á Star for Life PGA Championship atvinnumótinu sem lauk í dag á PGA Sweden National vellinum. Mótið er hluti af Nordic League atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.

Haraldur Franklín lék hringina þrjá á -12 samtals (69-67-68) en tveir sænskir kylfingar léku á sama skori og Íslandsmeistarinn frá árinu 2012.

Í bráðabananum fékk Haraldur Franklín par á 18. holuna sem er par 4 hola, en Niklas Lemke tryggði sér sigurinn með því að fá fugl þegar mest á reyndi. Þetta er jöfnun á besta árangri sem Haraldur Franklín hefur náð á þessari mótaröð en hann varð í öðru sæti fyrir viku síðan á sömu mótaröð.

Andri Þór Björnsson, liðsfélagi hans úr GR, lék á -2 samtals á þessu móti. Andri endaði í 23. sæti á 214 höggum (71-70-73).

Lokastaðan:

Andri Þór Björnsson. Mynd/Shetland Nielsen.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ