Gunnlaugur Árni og Guðjón Frans. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Gunnlaugur Árni Sveinsson og Guðjón Frans Halldórsson náðu góðum árangri á GJG Juniors International unglingamótinu sem fram fór í Portúgal dagana 23.-26. mars.

Gunnlaugur Árni gerði sér lítið fyrir og sigraði en Guðjón Frans varð jafn í þriðja sæti. Þeir eru báðir í landsliðshóp Íslands og eru félagar í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Leikið var á Aroeira Pines Classic vellinum við höfuðborgina Lissabon – en mótið er hluti af Global Junior mótaröðinni þar sem að keppendur sem eru yngri en 23 ára reyna fyrir sér. Keppt í nokkrum aldursflokkum hjá piltum og stúlkum.

Gunnlaugur Árni lék hringina þrjá á 208 höggum eða 8 höggum undir pari vallar (69-73-66) og sigraði hann með 11 högga mun. Guðjón Frans varð jafn í þriðja sæti á 227 höggum en hann lék hringina þrjá á (76-78-73).

Lokastaðan er hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ