Andrea Bergsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Landsliðskonan Andrea Bergsdóttir sigraði í einstaklingskeppninni á Fresno State Classic háskólamótinu sem fram fór á Copper River Country Club vellinum í Fresno dagana 25.-26. mars.

Andrea keppir með Colorado State háskólaliðinu – en skólinn hennar sigraði einnig í liðakeppninni.

Þetta er í annað sinn sem Andrea sigrar á háskólamóti í Bandaríkjunum – en hún sigraði í fyrsta sinn í byrjun febrúar á þessu ári á móti sem fram fór í Mexíkó.

Lokastaðan er hér:

Andrea lék hringina þrjá á 212 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Hún lék fyrsta hringinn á 69 höggum eða -3, 75 á öðrum hring eða +3 og á lokahringnum lék hún á 68 höggum eða -4.

Andrea hefur farið hratt upp heimslistann í golfi á undanförnum vikum en hún er efst íslenskra kvenna á heimslista áhugakylfinga – þar sem hún er í sæti nr. 302. Á þessu ári hefur hún farið upp um rúmlega 330 sæti á heimslistanum.

Nánar hér á heimslistanum: www.wagr.com

Hún hefur einnig bætt stöðu sína á styrkleikalista NCAA háskólamótaraðarinnar. Fyrir þetta mót sem hún sigraði á um helgina var Andrea í 62. sæti. Það má gera ráð fyrir að hún fari upp á þeim lista þegar hann verður uppfærður. Nánar hér:

Andrea hefur leikið með íslenska A-landsliðinu á undanförnum misserum. Hún ólst upp í Svíþjóð þar sem að fjölskylda hennar búsett. Andrea keppir fyrir Hills golfklúbbinn í Svíþjóð – en hér á landi hefur hún leikið undir merkjum GKG.

Andrea Bergsdóttir. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ