Gunnlaugur Árni Sveinsson hafnaði í 3. sæti á Puerto Rico Classic – en mótið er hluti af keppni í efstu deild NCAA háskólagolfsins í Bandaríkjunum.
Gunnlaugur Árni hóf nám síðasta haust í LSU háskólanum. Hann hefur náð frábærum árangri á tímabilinu og var fyrir vikuna í 13. sæti á meðal bestu kylfinga í efstu deild NCAA.
Íslenski landsliðskylfingurinn úr GKG lék frábært golf en hann lék hringina þrjá á 70-66-67 eða 13 höggum undir pari vallar. Gunnlaugur Árni lék afar stöðugt golf en hann fékk einungis einn skolla síðustu 52 holurnar í mótinu. Hann tryggði sér svo 3. sætið með því að fá fugl á þrjár síðustu holur mótsins.
Mótið fór fram á Grand Reserve golfvellinum í Puerto Rico og var mjög sterkt. Margir af bestu skólum Bandaríkjanna tóku þátt. Undanfarin ár hefur sigurvegari mótsins fengið boð á mót á PGA mótaröðinni sem er haldið í mars ár hvert á þessum sama velli.
LSU hafnaði í 4. sæti í liðakeppninni.
Smelltu hér fyrir lokastöðuna:
LSU háskólinn í Bandaríkjunum hefur á undanförnum árum verið á meðal bestu háskólaliða í golfi. LSU er í 8. sæti á þessu tímabili yfir besta árangur skóla. Gunnlaugur Árni er fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikur með LSU háskólaliðinu í golfi en í haust mun Perla Sól Sigurbrandsdóttir hefja nám við sama skóla.
Client error: `GET https://graph.facebook.com/v10.0/instagram_oembed?url=https%3A%2F%2Fwww.instagram.com%2Fp%2FDF_JttNRovz%2F&access_token=ziBX3D30XUOv9CiMoN4nI3xqIcq8RT4Pg7LyBIKZ4yX1Xln8UZSGSNZ20kyh9UZvcMOi0SFaq5q3nuBrPbRRwdMhb5p0dqVzRni/A8Frqpu1swlGJvZX+4f5zMb4w6QNk8vc9VLVSipTDvwsSj/yIxHBCt5B7OjrbHZWJuqzTQ1mZ/oSprhCcBUhWGSSe2XOV1VpcZscG2D2MHLP5B6jSk5k7hAhGgJqy6jsMa/ij8Wgemj0sHPS5yXlO3nbVCpjvtIEz5pZ6g7prZJgDLM/x/yeXkd2rS3wHiSfs59IHlyTrgQcjq6EitunK/vUwp2yZJS+HOCFFpmE4xnRnXVICl8X+jOkXwZ5vND15Nupl8egLhnF/xFKoK7rHtsL8ezOUMdm8jPzxs4KKgcWg1hYQxFe+aIncDcFkUyISi0Ft+ODFoTP/OCQJ1D+ai0qyD9hIMK4zk6jq6JX9EU/QaqbiOnehRGmGCYqWjnRR3lQJEPq6l77ZgKDF9XEAUteyelSrPMe5QWF1Uij5XqWVIDluhbu5bs/tk2Yk4RZ8fnSc8VRbyemVoiLoIMk5uj8XG5eQwgTGWtzCzuhqrR2gLQfcmdtE1kBq7QM0aQgQ8rxGv/UkXaB0tPIIa7Xss14K33G3MMC7s7VH3QYk27sxo8cd/zjOYJs8EEqXwF7Q01Ns3aUdNCEN6qP5y1LLdQBKumpY9AxwENcdzKrCBpmetd+F0Hm2EAuo+r0UR12Iu6R9fdgX/rNwWTrEozZtQhI4UzjBCdXS5V7iiJ+NPesJ+HiGGvLD7LcPADdbSBE9EXb6EPw9O0NlndzZ99dscB/qH4ubR1WVg1DeHRcHTMyA1jxapUAPdWhdirLzOVHQS1EmS+RJqs+iEliTl2njODEqpItE2NSKyKMIomvHSx65XPHgPmN9oqVppwfQNG9qxR1iwl0KLDsagcKf7XK/7FHlYR9fm71YIUsEwL31vOVQofJ2owK+SuWEufrvoEgmM1d7VBxTuo0eqBJkFlHmBnwXZmXAEppAklHtxHqY1luIfNYtcFxiFhQS42RJY5VANfDKlj18VXQiKg0DhWp33gF5d/xcrwAxZ+yXT9fojwL/RsL+4HGZFcwf2GgNk9FUxarFjf0C/6j6TxapCDPvQkuYPKUXyMrqwk7iqHExK/GZZjH8kW9LLVA19ochTEV2OduX6bmCnqSw8ls5RsesKyDQTkzWcDsLX8cGInoKyK+qFwYFKwJ8QLCnNDTp3OYQZnKhrj/BcTLsLHCVzwnjwJV8WmKcTW8rPBmJNni0nSV0VI1KUonGWiAaXK+eEjWc6hGFglpGqj1pNOsgC2V45paWS0tqxAolJrsEOjiy0yDdQcSuNfSer7OS0rwG6m+q7ky/6FLoVLxtPal6cHZj3/+C7N7dxsj+i7uBanZCebC5+PxT7P2h+asphQWVIl+lUsZkkBg25kOxoHIBhj/ipEjc+Ajq2oOGJGdjOF7QdiSIS9joU6noy/NwedtrtOImr7g2nYqdM45BQw35FR+fnCnPfegdSGECF4RYB3SnA9W3dbgkl0rpzTrivFtlNa5+D0+MTytQ0fgQ0WAhmJwfln70mNF9A3vvxlRb1rgh1OTgAMk/qwBMFjW5VysvqXSN3o7XlY=` resulted in a `400 Bad Request` response: {"error":{"message":"Invalid OAuth access token – Cannot parse access token","type":"OAuthException","code":190,"fbtrace (truncated…)