GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Gunnlaugur Árni Sveinsson hafnaði í 3. sæti á Puerto Rico Classic – en mótið er hluti af keppni í efstu deild NCAA háskólagolfsins í Bandaríkjunum.

Gunnlaugur Árni hóf nám síðasta haust í LSU háskólanum. Hann hefur náð frábærum árangri á tímabilinu og var fyrir vikuna í 13. sæti á meðal bestu kylfinga í efstu deild NCAA. 

Íslenski landsliðskylfingurinn úr GKG lék frábært golf en hann lék hringina þrjá á 70-66-67 eða 13 höggum undir pari vallar. Gunnlaugur Árni lék afar stöðugt golf en hann fékk einungis einn skolla síðustu 52 holurnar í mótinu. Hann tryggði sér svo 3. sætið með því að fá fugl á þrjár síðustu holur mótsins.  

Mótið fór fram á Grand Reserve golfvellinum í Puerto Rico og var mjög sterkt. Margir af bestu skólum Bandaríkjanna tóku þátt. Undanfarin ár hefur sigurvegari mótsins fengið boð á mót á PGA mótaröðinni sem er haldið í mars ár hvert á þessum sama velli.

LSU hafnaði í 4. sæti í liðakeppninni.

Smelltu hér fyrir lokastöðuna:

LSU háskólinn í Bandaríkjunum hefur á undanförnum árum verið á meðal bestu háskólaliða í golfi. LSU er í 8. sæti á þessu tímabili yfir besta árangur skóla. Gunnlaugur Árni er fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikur með LSU háskólaliðinu í golfi en í haust mun Perla Sól Sigurbrandsdóttir hefja nám við sama skóla. 

Client error: `GET https://graph.facebook.com/v10.0/instagram_oembed?url=https%3A%2F%2Fwww.instagram.com%2Fp%2FDF_JttNRovz%2F&access_token=f5ZMv9eTQzflX5GYAO7FiqrPevl9bDZGM60RMX/ymFf9CrJ+WgUTDy0LwDWkv5F3bT3gSBgPKBqP+IzNtWxOupQDI6Idai042nTzRkqLSznB75hlunjY0JUivTzMR1VcJETvV29rGJi/qi11CJbSqKUd83kaXJPsyxO/skk7t+WYdyT0nK4xdi9EiUTyQ4Tdoq9yDykiucrV/t4vAaOML3z+XYnTo7MeHtDeWzClpzhUfqJhq71IOlWgjo1zlqigrpk68HzD+g/U2Y4tnf7u58yRpiDByIgNb59VjLfy2+KQPrTjSQLD8F5zdQPIiHSwaKjSJfVYCpvjHREeMcUTuZg5pPkJQoqxEAShBagblg9nOcoYfNJVgDwFesu0+ucloKHXNSGpnRzqt802+RzoVE0B7MLOmjQPweI8JiWKBvhv1BVIle5iuoaE9s+8NW1ERqHi3K9GiMDhn5wbZ4pT6sqzsX2bj4QyNFvPkArGOCNBiMR3Rq2zyAGFPtoprO7MxxSZnsxqfwcir+MgLPao7t2cmlHTjka3xa2VfSMybaI1z/BOOvmq0+TnRQDIFnZfF6UHJzjPPrZv/hk4YpyW69JXLGazwaFIaHBOOC3v1TaE4DiDRaETI19QEwnHXpepq4ZkqXwYisxcQmw2MTvr9Q==` resulted in a `400 Bad Request` response: {"error":{"message":"Invalid OAuth access token – Cannot parse access token","type":"OAuthException","code":190,"fbtrace (truncated…)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ