Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að bæta stöðu sína á heimslista áhugakylfinga eftir glæsilegan árangur í fyrsta háskólamóti ársins í síðustu viku.
Mótið var gífurlega sterkt og fékk Gunnlaugur 15,2 stig fyrir árangurinn í mótinu sem er hæsta stigasöfnun hans á ferlinum. Til samanburðar fékk hann 14,9 stig fyrir sinn fyrsta sigur í háskólagolfinu í október.
Gunnlaugur Árni er nú í 59. sæti yfir bestu áhugakylfinga heims og er kominn í 11. sæti yfir bestu áhugakylfinga Evrópu.
Hann er jafnframt í 8. sæti yfir bestu háskólakylfingana á þessu skólaári.
Næsta mót hjá Gunnlaugi Árna hefst 10. mars í Louisiana.
Client error: `GET https://graph.facebook.com/v10.0/instagram_oembed?url=https%3A%2F%2Fwww.instagram.com%2Fp%2FDGRZmM5xIMd%2F&access_token=vMktRJ+Mo0XkXOPIcUZnPHOwFcN0KV0bJONdKnBwMaXbtChM2dTvBPXJFE2NGyjOfJEWOC9H0oTRO7uhRveyCBnnKrBDG8EsgrEA9At8/3NPGmf3Pgnj5BEAN+Qxs32jNDPF0uDqAKFJp62PYuceUV0SFHgTDskx2RYPWL2vmTbVHb7ZjUp+Oj+lfqGGpwyQ+mMntp069dV9r68zPdzDZG36gZ5vOF1chUi+Hal2wMc9sK2Hl45v+azNvWkI1d7pacEbM/EKxpcMBWetCwkkBJg+sHjdQHAEBo66UnhaB9w6yf6oZj3mvN5tlDPZAQ3qX7H9Zv/SRUVLVUe/qOaOnM2I/UJsM26tDe6E9rCp7CM=` resulted in a `400 Bad Request` response: {"error":{"message":"Invalid OAuth access token – Cannot parse access token","type":"OAuthException","code":190,"fbtrace (truncated…)
Besti árangur á heimslista áhugakylfinga kvenna
Kylfingur | Besta sæti | Gerðist atvinnukylfingur |
Guðrún Brá Björgvinsdóttir | 99. | Vika 21, 2018 |
Andrea Bergsdóttir | 170. | Vika 33, 2024 |
Hulda Clara Gestsdóttir | 197. | |
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir | 222. | Vika 39, 2014 |
Perla Sól Sigurbrandsdóttir | 238. | |
Ragnhildur Kristinsdóttir | 299. | Vika 29, 2024 |
Valdís Þóra Jónsdóttir | 310. | Vika 49, 2013 |
Auður Bergrún Snorradóttir | 318 | |
Tinna Jóhannsdóttir | 395. | Vika 38, 2011 |
Besti árangur á heimslista áhugakylfinga karla
Kylfingur | Besta sæti | Gerðist atvinnukylfingur |
Gunnlaugur Árni Sveinsson | 96. | |
Gísli Sveinbergsson | 99. | |
Aron Snær Júlíusson | 108. | 2021 |
Ólafur Björn Loftsson | 110. | Vika 36, 2012 |
Haraldur Franklín Magnús | 136. | Vika 9, 2017 |
Axel Bóasson | 136. | Vika 21, 2016 |
Bjarki Pétursson | 156. | Vika 6, 2020 |