Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Gísli Sveinbergsson, bæði úr Keili, eru efst af íslenskum kylfingum á heimslista áhugakylfinga sem uppfærður er vikulega. Guðrún Brá er í sæti nr. 119 en Gísli er í sæti nr. 241.

Alls eru 12 konur frá Íslandi á áhugamannalistanum og 32 karlar.

Saga Traustadóttir úr GR er næst í röðinni af íslenskum konum á eftir Guðrúnu Brá. Saga er í sæti nr. 936 en þar á eftir koma Ragnhildur Kristinsdóttir (1004) og Berglind Björnsdóttir (1082).

Staða íslenskra kvenna á heimslistanum: 

Í karlaflokki er Gísli efstur af íslensku kylfingunu í sæti nr. 241 en þar á eftir kemur Bjarki Pétursson úr GB í sæti nr. 280. Gísli hefur hækkað sig um 10 sæti frá því í síðustu viku og Bjarki fer úr sæti nr. 334 í sæti nr. 280 eða upp um 54 sæti. Aron Snær Júlíusson úr GKG er þriðji af íslensku kylfingunum í sæti nr. 580 og Fannar Steingrímsson úr GHG er í sæti nr. 947.

Staða íslenskra karla á heimslistanum: 

Listann má nálgast í heild sinni hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ