Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili fagnaði sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Guðrún sigraði með þriggja högga mun og varði hún titilinn frá því í fyrra þegar hún sigraði á Símamótinu á sama velli.

„Þetta er fyrsta mótið hjá mér á þessu tímabili hér á Íslandi og það var gott að fá svona frábært veður og góðan völl. Þetta gekk ágætlega á þessu móti og gaman að vinna. Markmið sumarsins eru mörg og mikið um að vera, EM og Íslandsmótið eru stærstu viðburðirnir og það er markmiðið að standa sig vel á þessum mótum,“ sagði Guðrún Brá.

Staða efstu kylfinga á Símamótinu í kvennaflokki:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (73-74-76) 223 (+7)
2. Heiða Guðnadóttir, GM (76-70-80) (+10)
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (81-72-77) 230 (+14)
4.-5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (79-79-74) 232 (+16)
4.-5. Jódís Bóasdóttir, GK (76-80-76) 232 (+16)

Helga Kristín Einarsdóttir, GK, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Heiða Guðnadóttir, GM. Mynd/seth@golf.is
Helga Kristín Einarsdóttir GK Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Heiða Guðnadóttir GM Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ