Auglýsing

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, eru báðar á meðal keppenda á móti sem hófst í dag á LET Access mótaröðinni, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í kvennaflokki.

Ragnhildur, er að hefja atvinnumannaferilinn með formlegum hætti dag á LET Access mótaröðinni en Guðrún Brá hefur leikið áður á þessari mótaröð.

Guðrún Brá er einnig með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni, sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Ragnhildur og Guðrún Brá keppa á Peralada vellinum sem er rétt við borgina Santander í Girona á Spáni en leiknir verða þrír 18 holur hringir á þremur keppnisdögum. Eftir 2. keppnisdag verður niðurskurður og komast 45 efstu í gegnum niðurskurðinn.

Guðrún Brá hefur leik kl. 14.30 að íslenskum tíma í dag og Ragnhildur fer af stað í næsta ráshóp þar á eftir – eða kl. 14:40.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit úr mótinu.

Alls eru 96 keppendur frá 23 þjóðum á þessu móti en keppnisdagskrá LET Access mótaraðarinnar er í heild sinni hér.

Á keppnisdagskrá LET Access mótaraðarinnar eru alls 17 mót sem fram fara í sjö mismunandi löndum. Heildarverðlaunafé á tímabilinu er um 120 milljónir kr.

Sigurvegari mótsins fær rúmlega 1 milljón kr. í verðlaunafé en heildarverðlaunaféð á mótinu er 6.2 milljónir kr.

Þetta er í fyrsta sinn sem LET Access mótaröðin fer fram á þessum keppnisvelli.

Völlurinn er 5.755 metrar að lengd – en til samanburðar eru hvítir teigar á Grafarholtsvelli 6.050 metrar og gulir teigar á sama velli eru um 5.500 metrar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ