Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, eru báðar á meðal keppenda á atvinnumóti sem fram fer á Golfpark Holzhausern í Sviss dagana 10.-12. september.

Mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni, sem er sterkasta atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er með keppnisrétt á þessari mótaröð en getur ekki tekið þátt vegna meiðsla.

Nánar um mótið hér:

1 keppnisdagur.

Guðrún Brá er á +1 eftir fyrsta keppnisdaginn af alls þremur. Hún lék á +1 og er í 53. sæti. Ólafía Þórunn er í 83. sæti þessa stundina á +4 en hún lék á +2 á fyrsta hringnum.

Ólafía Þórunn hefur tekið þátt á einu móti á LET Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Hún endaði í 20. sæti á Tipsport mótinu sem fram fór í Tékklandi nýverið. Þar lék hún á -5 samtals (67-74-70).

Guðrún Brá hefur leikið á fimm mótum á tímabilinu á LET Evrópumótaröðinni. Besti árangur hennar er 57. sæti á Tipsport mótinu sem fram fór í Tékklandi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ