HILVERSUM - Team Iceland / IJsland. ELTK Golf 2020 The Dutch Golf Federation (NGF), The European Golf Federation (EGA) and the Hilversumsche Golf Club will organize Team European Championships for men. COPYRIGHT KOEN SUYK
Auglýsing

Karlalandslið Íslands í golfi hóf leik þann 9. september á Evrópumóti áhugakylfinga. Að þessu sinni var keppt á Hilversumsche Golf Club í Hollandi. Mótinu lauk í dag með sigri Þjóðverja – en Ísland endaði í 9. sæti.

Að þessu sinni eru aðeins fjórir leikmenn í hverju landsliði en að öllu jöfnu eru sex leikmenn í hverju liði. Fjöldi liða á EM að þessu sinni eru 14 þjóðir en að öllu jöfnu eru um 20 þjóðir sem taka þátt á EM – en Covid-19 ástandið í Evrópu hefur sett strik í reikninginn hjá mörgum þjóðum hvað varðar þátttöku á EM 2020.

Íslenska liðið er skipað eftirfarandir leikmönnum: Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson, Dagbjartur Sigurbrandssson. Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri GSÍ, er liðsstjóri.

Nánar um mótið hér, úrslit, rástímar og aðrar upplýsingar:

Alls taka 14 þjóðir þátt. Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, Eistland, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Ítalía, Holland, Slóvakía, Slóvenía, Svíþjóð og Sviss.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrsta keppnisdaginn er leikinn höggleikur, 18 holur.

Þrjú bestu skorin telja hjá hverju liði og fjórða skorið telur ef liðin eru jöfn.

Átta efstu liðin eftir höggleikinn komast í A-riðil og keppa þar um Evrópumeistaratitilinn.

Liðin í sætum 9 -14 leika í B-riðli.

Í riðlakeppninni er holukeppni á milli liða. Í hverjum leik er leikinn einn fjórmenningsleikur (foursome) og tveir tvímenningar (singles).

Ísland lagði Belgíu í leiknum um 9. sætið

Ísland og Belgía áttust við í dag í úrslitaleik B-riðils á Evrópumóti áhugakylfinga í Hollandi. Um var að ræða úrslitaleik í B-riðli keppninnar. Ísland var aðeins einu höggi frá því að komast í A-deildina eftir höggleikinn.

Kristófer Karl Karlsson og Aron Snær Júlíusson sigruðu í fjórmenningsleiknum 2/0. Hákon Örn Magnússon sigraði örugglega í sínum tvímenningsleik 5/4 en Aron Snær Júlíusson tapaði naumlega 1/0.

Þjóðverjar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum eftir sigur gegn Svíum í úrslitaleik.

Lokastaðan

1. Þýskaland
2. Svíþjóð
3. Sviss
4. Ítalía
5. Holland
6. Austurríki
7. Frakkland
8. Danmörk
9. Ísland
10. Belgía
11. Eistland
12. Tékkland
13. Slóvakía
14. Slóvenía

Tékkar lagðir og leikið til úrslita í B-riðli gegn Belgum

Ísland sigraði Tékka 2-1 í undanúrslitum B-riðilsins og leikur því til úrslita um 9. sætið gegn Belgíu á laugardag. Dagbjartur Sigurbrandsson og Hákon Örn Magnússon sigruðu í fjórmenningsleiknum. Kristófer Karl Karlsson sigraði 1/0 en Aron Snær Júlíusson tapði 2/1.

Ísland keppir til úrslita gegn Belgíu á laugardaginn.

Ísland mætir liði Tékklands í undanúrslitum B-riðils

Ísland mætir liði Tékklands í undanúrslitum B-riðils í dag, föstudaginn 11. september. Tékkland endaði í 12. sæti í höggleikskeppninni en sigraði Slóvakíu 2-1 í fyrstu umferð B-riðilsins í gær. Belgía sigraði Slóveníu 3-0 í fyrstu umferðinni einnig og leikur gegn Eistlandi í hinni undanúrslitaviðureigninni í dag.

Leikur Íslands og Tékklands hefst kl. 11 að staðartíma í Hollandi.

Dagbjartur Sigurbrandsson og Hákon Örn Magnússon leika saman í fjórmenningsleiknum. Kristófer Karl Karlsson og Aron Snær Júlíusson leika í tvímenningsleikjunum.

Ísland einu höggi frá A-riðli

Íslenska liðið endaði í 9. sæti í forkeppninni þar sem að liðið lék á 217 höggi samtals eða +1 samtals. Ísland og Austurríki voru á sama skori en fjórða besta skorið var einu höggi betra hjá Austurríki en hjá því íslenska – og það varð til þess að Austurríki leikur um sæti 1-8 í A-riðli. Sá leikmaður sem var á fjórða besta skorinu hjá Austurríki endaði hringinn á því að fá fugl á 17. holu og örn á þeirri 18. Þar með náði hann að koma í hús á 75 höggum og höggi betri en Hákon Örn Magnússon sem var á 76 höggum.

Ísland leikur því um sæti 9-14 í holukeppninni í B-riðli. Ísland og Eistland, sem enduðu í sætum 9 og 10 í höggleiknum, sitja yfir í fyrstu umferð riðlakeppninnar í B-riðli. Belgía mætir Slóveníu, og Tékkar mæta Slóvakíu.

Lokastaðan í höggleiknum:


1. Þýskaland 202 högg (-14)
2. Holland 210 högg (-6)
3. Svíþjóð 214 högg (-2)
4. Frakkland 215 högg (-1)
5. Sviss 215 högg (-1)
6. Danmörk 216 högg (par)
7. Ítalía 216 högg (par)
8. Austurríki 217 högg (+1)
9. Ísland 217 högg (+1)
10. Eistland 221 högg (+5)
11. Belgía 223 högg (+7)
12. Tékkland 224 högg (+8)
13. Slóvakía 225 högg (+9)
14. Slóvenía 226 högg (+10)

Skor íslenska liðsins:

Dagbjartur Sigurbrandsson 73 högg (+1)
Kristófer Karl Karlsson 73 högg (+1)
Hákon Örn Magnússon 76 högg (+4)
Aron Snær Júlíusson 71 högg (-1)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ