Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Sádí Arabíu 2020. Mynd/Tristan Jones.
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, náði sínum besta árangri í dag á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Guðrún Brá endaði í 39. sæti á móti sem fram fór í Sádí-Arabíu. Guðrún Brá lék hringina þrjá á +3 eða 219 höggum.

Hún byrjaði gríðarlega vel og var á í 3. sæti eftir fyrsta hringinn sem hún lék á +3 eða 69 höggum. Hún lék næstu tvo hringi á 77 og 73 höggum. Samtals á +3 og jöfn í 39. sæti. Emily Kristine Pedersen frá Danmörku sigraði á þessu móti á -14 samtals (69-66-67) eða 202 höggum.

Skorið í einstaklingskeppninni er uppfært hér:

Skorið í mótinu er uppfært hér:

Fésbókarsíða Guðrúnar.

Keppt var á Royal Greens vellinum og var þetta annað mótið í röð sem fram fer á þessum velli á LET Evrópumótaröðinni. Guðrún Brá náði ekki komast í gegnum niðurskurðinn á fyrra mótinu sem fram fór í Sádí-Arabíu.

Besti árangur Guðrúnar Brár fyrir þetta mót var 65. sæti. Guðrún Brá er að leika á sínu fyrsta keppnistímabili á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Alls lék hefur hún leikið á 11 mótum á tímabilinu. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur þeirra.

Keppnisfyrirkomulagið á mótinu sem lauk í dag var með öðru sniði en venjulega. Þrír atvinnukylfingar og einn áhugakylfingur léku saman í liði. Tvö bestu nettó skorin töldu hjá hverju liði á hverri holu. Alls tóku 36 lið þátt í keppninni og samhliða fór fram einstaklingskeppni hjá atvinnukylfingunum.

Guðrún Brá var í liði sem heitir Team Lampert (Saudi Golf Fed3) en Guðrún Brá var með tveimur þýskum leikmönnum í liði auk keppenda frá Golfsambandi Sádí-Arabíu. Liðið þeirra endaði í 22. sæti í liðakeppninni.

LET Evrópumótaröðin er sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki. Guðrún Brá tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni fyrir ári síðan en hún er fjórða konan frá Íslandi sem keppir á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Ólöf María Jónsdóttir var sú fyrsta, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir koma þar næst og Valdís Þóra Jónsdóttir var sú þriðja. Valdís Þóra er með keppnisrétt á þessum mótum en hún getur ekki tekið þátt vegna meiðsla.

Á þessu tímabili hefur Guðrún Brá leikið á sex mótum á LET Evrópumótaröðinni og þremur mótum á LET Access mótaröðinni sem er sú næst sterkasta hjá atvinnukonum í golfi í Evrópu. Besti árangur Guðrúnar á LET Evrópumótaröðinni er 57. sæti á móti sem fram fór í Tékklandi. Hún er í sæti nr. 135 á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ