/

Deildu:

Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði fínum árangri á LET Access mótaröðinni á VP Bank Ladies Open 2019.

Mótið fór fram í Sviss á golfsvæðinu Gams-Werdenberg

Guðrún Brá var á meðal þeirra efstu eftir 36 holu höggleik þar sem hún lék á -1 samtals.

Að því loknum tók við holukeppni þar sem að Guðrún Brá tapaði naumlega í fyrstu umferð.

Alls komust 48 efstu í holukeppnina og lék Guðrún Brá gegn Anais Maggetti.

Guðrún Brá, sem er Íslandsmeistari í golfi 2018, leikur næst um miðjan maí á LET Access mótaröðinni.

Nánar um mótið hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ