Guðrún Brá
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/Tristan Jones
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, hóf leik í morgun á LET Evrópumótaröðinni sem er sterkasta atvinnumótaröð í kvennaflokki í Evrópu.

Jabra-mótið fer fram á Evian Resort í Frakklandi og verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum.

Staðan er uppfærð hér:

Mótið í Frakklandi er annað mótið á þessu tímabili hjá Guðrúnu Brá. Hún lék á móti í lok maí sem fram fór á Ítalíu. Þar lék hún á 79 og 72 höggum og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Guðrún Brá er í sæti nr. 899 á heimslista atvinnukylfinga en hún hefur hæst farið í sæti nr. 803.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ