Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2018, hóf leik þann 1. nóvember á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina í golfi.

Mótið fer fram á PalmGolf Marrakesh Palmeraie í Marokkó í Norður-Afríku. LET Evrópumótaröðin er sterkasta atvinnumótaröð í kvennaflokki í Evrópu.

Guðrún Brá endaði í 21. sæti á +8 samtals (75-76-71-74). Guðrún er því í hópi þeirra 38 keppenda sem komust inn á lokaúrtökumótið sem fram fer í Marokkó 16.-20. desember n.k.

Skor keppenda er uppfært hér:

Alls fara þrjú mót fram á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina.

Keiliskonan tekur þátt á fyrsta mótinu í Marokkó 1. -4. nóvember. Einnig verður leikið 7. – 10. nóvember og einnig dagana 7.. -10. desember. Lokaúrtökumótið fer síðan fram 16.-20. desember í Marokkó.

Nánar um LET úrtökumótið hér: 

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ