Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd/ Tristan Jones.
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er á meðal keppenda á ISPS HANDA World Invitational mótinu sem fram fer á Norður-Írlandi dagana 29. júlí – 1. ágúst.

Mótið er nú haldið í þriðja sinn en það sem er áhugavert við þetta mót er að það er samvinnuverkefni þriggja atvinnumótaraða – í karla og kvennaflokki.

Nánar um mótið – smelltu hér:

Mótið hluti af LET Evrópumótaröðinni, LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum og Evrópumótaröðinni í karlaflokki. Alls eru 288 keppendur, 144 konur og 144 karlar, og er keppt á tveimur keppnisvöllum á Galgorm Castle og Massereene golfsvæðinu.

Verðlaunaféð er samtals 3 milljónir bandaríkjadala eða sem nemur 385 milljónum kr. Verðlaunafénu er skipt jafnt í karla – og kvennaflokki.

Keppnisfyrirkomulagið er 72 holu höggleikur, 18 holur á dag. Fyrstu tvo dagana leika keppendur á tveimur mismunandi keppnisvöllum en á lokahringjunum tveimur verður leikið á Galgorm vellinum.

Niðurskurður verður eftir 2. keppnisdag en þá komast 60 efstu úr karla – og kvennaflokki áfram eða 120 kylfingar samtals.

Það verður einnig niðurskurður eftir 3. keppnisdag en þá komast 35 keppendur úr karla og kvennaflokki áfram eða 70 keppendur alls.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ