Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili í Hafnarfirði, keppir í þessari viku á Golf du Medoc mótinu sem fram fer á Chateaux vellinum í Frakklandi.

Mótið er hluti af LET Evrópumótaröð kvenna – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Guðrún Brá endaði í 47. sæti á svissneska meistaramótinu sem fram fer á Holzhäusern vellinum í Sviss en það mót var einnig hluti af LET Evrópumótaröðinni.

Guðrún Brá lék hringina fjóra á 216 höggum eða pari vallar í Sviss (70-74-72).

Mótið í Sviss í þessari vikur var 14. mótið hjá Guðrúnu Brá á tímabilinu. Besti árangur hennar er 12. sæti á þessu tímabili og sá næstbesti er 13. sæti.

Guðrún Brá er í 76. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Til samanburðar þá endaði Guðrún Brá í sæti nr. 127 á stigalistanum á sínu fyrsta keppnistímabili á LET Evrópumótaröðinni í fyrra.

Það eru 5 mót eftir á keppnistímabilinu á LET Evrópumótaröðinni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ