Andri Þór Björnsson, GR.
Auglýsing

Þrír íslenskir atvinnukylfingar tóku þátt á Big Green Egg German Challenge mótinu sem fram fór á Wittelsbacher vellinum í Þýskalandi. Mótið var hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, ChallengeTour.

Andri Þór Björnsson, GR, náði sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni með því að enda í 32. sæti á 1 höggi undir pari vallar samtals. Andri Þór var mjög stöðugur og lék hann hringina fjóra á (71-71-71-70).

Bjarki Pétursson, GKG og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, náðu ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á þessu móti.

Smelltu hér úrslit og aðrar upplýsingar.

Bjarki hefur leikið á sjö mótum á þessu tímabili. Hann hefur náð í gegnum niðurskurðinn á einu móti og besti árangur hans er 66. sæti. Nánar um árangur Bjarka – smelltu hér.

Andri hefur leikið á sjö mótum á þessu tímabili. Þetta var fyrsta mótið sem Andri Þór kemst í gegnum niðurskurðinn. Nánar um árangur Andra – smelltu hér.

Guðmundur Ágúst hefur leikið á 14 mótum á tímabilinu. Hans besti árangur er 8. sæti en hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn á 9 mótum. Nánar um árangur Guðmundar – smelltu hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ