Samstarfsaðilar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, fer upp um 46 sæti á heimslista atvinnukylfinga í kvennaflokki, en listinn var uppfærður s.l. mánudag.

Guðrún Brá endaði í 14. sæti á LET Access mótaröðinni um s.l. helgi. Mótaröðin er sú næst sterkasta hjá atvinnukonum í Evrópu. Guðrún Brá er í sæti nr. 875 á heimslistanum í þessari viku. Besti árangur hennar frá upphafi er sæti nr. 790.

Þrír íslenskir kylfingar eru á heimslista atvinnukylfinga í kvennaflokki. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er í sæti nr 569 á þessum lista en hún ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er í sæti nr 846.

Heimslistinn er hér:

Deildu:

Auglýsing