Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði á Mountain West meistaramótinu sem lauk í dag en hún lék hringian þrjá á samtals 218 höggum eða 2 höggum yfir pari. Þetta er fyrsti sigur Guðrúnar á háskólamóti í Bandaríkjunum en hún hóf að leika með Fresno State háskólaliðinu um síðustu áramót. Guðrún lék lokahringinn á 76 höggum eða +4 en hún lék fyrstu tvo hringina á -2 samtals eða 71 og 71.

Dana Finkelstein og Enmma Henrikson deildu öðru sætinu  – einu höggi á eftir íslensku landsliðskonunni. Fresno State liðið endaði í þriðja  sæti í liðakeppninni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ