/

Deildu:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/Fresno State.
Auglýsing

Fimm íslenskir kylfingar hófu leik miðvikudaginn 28. febrúar á Opna spænska áhugamannamótinu. Í karlaflokki kepptu Aron Snær Júlíusson úr GKG og Ragnar Már Garðarsson úr GKG en leikið er á La Manga vellinum rétt við Murcia. Alls eru 120 keppendur og flestir af bestu áhugakylfingum heims mæta til leiks. Ragnar Már komst inn sem varamaður inn í mótið á síðustu stundu. Aron og Ragnar eru báðír úr leik en Aron lék hringina tvo á +18 samtals (78-82) eða 160 höggum. Ragnar Már er einnig úr leik en hann lék á +18 samtals (91-79) eða 170 höggum

Margir þekktir kylfingar hafa sigrað á þessu móti og má þar nefna José María Olazábal (1983 og 1984), Darren Clark (1990), Sergio García (1998) og Gonzalo Fernández-Castaño (2003). Heiðar Davíð Bragason GHD sigraði á þessu móti árið 2004, en sigur hans er eitt stærsta afrek sem íslenskur kylfingur hefur náð.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili, Saga Traustadóttir úr GR og Berglind Björnsdóttir úr GR kepptu á Montecastillo Barcelo vellinum. Guðrún Brá komst í 32 manna úrslit með því að leika á 76 höggum. Hún mætir Romy Meekers frá Frakklandi í 32 manna úrslitum.

Saga og Berglind léku á 85 og 93 höggum og komust ekki áfram.

Keppendur eru um 120 og margir af bestu áhugakylfingum heims taka þátt. Þrír stigahæstu kylfingar mótsins á heimslista áhugakylfinga eru frá Svíþjóð en þær eru Frida Kinhult  (+4,2) sem er í 11. sæti heimslista áhugakylfinga.  Amanda Linnér (+4,6) er nr. 22 og Beatrice Wallin (+3,6) sem er í 27. sæti. Guðrún Brá er í 100. sæti heimslistans og er hún í 13. sæti á styrkleikalista mótsins.

Hér er hægt að fylgjast með keppni í kvennaflokki. 

Hér er hægt að fylgjast með keppni í karlaflokki. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ