Auglýsing

Guðmundur Torfason, fyrrverandi atvinnuknattspyrnumaður, var nálægt því að fara holu í höggi á sérstöku golfmóti á vegum Einherjaklúbbsins á Nesvellinum. Draumahögginu á Nesinu.

Viðburðurinn fór fram í gær en þar tóku þátt kylfingar sem hafa slegið draumahöggið í golfíþróttinni á þessu ári. Alls hafa 120 íslenskir kylfingar farið holu í höggi í sumar. Var þeim öllum boðið að taka þátt á mótinu og mættu 75 kylfingar. Keppendur fengu að slá eitt högg á 2. braut Nesvallar sem er par 3 hola. Verðlaunin fyrir að fara holu í höggi var glæsilegt Bens bifreið.

Í dag fór fram áhugavert golfmót á vegum Einherja þar sem allir Íslendingar sem fóru holu í höggi í sumar fengu tækifæri til að endurtaka leikinn.

Veðrið var gott og aðstæður allar hinar bestu, Guðmundur náði besta höggi dagsins en boltinn rúllaði yfir holuna og krækti í holubarminn og stöðvaðist síðan 34 cm. frá holunni.

Nánar á vef RÚV þar sem að rætt var við Guðmund Torfason og myndband frá högginu góða. Smelltu hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ