Golfsamband Íslands

Guðmundur Ágúst sigraði í Einvíginu á Nesinu – BUGL fékk eina milljón kr. í styrk

Mynd/ Guðmundur/ Nærmynd

Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram á Nesvellinum í frábæru veðri í gær, mánudaginn 2. ágúst á frídegi Verslunarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nesklúbbnum.

Mótið fór fram í 25. sinn og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni. Að þessu sinni var það BUGL sem fékk styrkinn en BUGL er deild innan Landspítala Íslands og veitir börnum og unglingum með geð- og þroskaraskanir margvíslega þjónustu.

Alls fengu 11 afrekskylfingar boð um að taka þátt og var keppnisfyrirkomulagið með hefðbundum hætti eða „Shoot Out“. Á fyrstu tveimur holunum féll sá leikmaður úr keppni sem var fjærst holu eftir þrjú og högg. Á 2. holu féll sá leikmaður sem var fjærst holu eftir tvö högg úr keppni. Á 3. braut hófst hið hefðbundna „shoot-out“ fyrir þá sem voru með hæsta skor á viðkomandi braut.

Það var mikil spenna á lokakafla Einvígisins þar sem að Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ragnhildur Kristinsdóttir börðust um sigurinn. Guðmundur Ágúst fagnaði sigri með góðu pútti fyrir fugli en Ragnhildur var hársbreidd frá því að jafna við Guðmund og koma einvíginu í „Shoot Out.“ Þetta er í annað sinn sem Guðmundur Ágúst sigrar á þessu móti.

Það var STEFNIR sjóðastýringarfyrirtæki sem var styrktaraðili mótsins þetta árið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þeirra frábæru aðkomu að mótinu.

Að móti loknu var verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir sitt framlag til málefnisins frá Kristni Ólafssyni formanni Nesklúbbsins.

Mótið er eins og áður sagði fyrst og fremst góðgerðarmót og afhenti Magnús Örn Guðmundsson frá STEFNI Guðrúnu Jóhönnu Benediktsdóttir ávísun upp á eina milljón króna.

Mótið er eins og áður sagði fyrst og fremst góðgerðarmót og afhenti Magnús Örn Guðmundsson frá STEFNI Guðrúnu Jóhönnu Benediktsdóttir ávísun upp á eina milljón króna <strong>MyndGuðmundur í Nærmynd<strong>

Úrslit í Einvíginu 2021 urðu eftirfarandi:

 1. sæti: Guðmundur Ágúst Kristjánsson
 2. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir
 3. sæti: Axel Bóasson
 4. sæti: Andri Þór Björnsson
 5. sæti: Haraldur Franklín Magnús
 6. sæti: Björgvin Sigurbergsson
 7. sæti: Karlotta Einarsdóttir
 8. – 9. sæti: Björgvin Þorsteinsson
 9. – 9. sæti: Bjarni Þór Lúðvíksson
 10. sæti: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
 11. sæti: Birgir Leifur Hafþórsson

Mótið var tekið upp af Sjónvarpi Símans og verður þátturinn sýndur þar á fimmtudag.

Sigurvegarar frá upphafi:

1997 Björgvin Þorsteinsson
1998 Ólöf María Jónsdóttir
1999 Vilhjálmur Ingibergsson
2000 Kristinn Árnason
2001 Björgvin Sigurbergsson
2002 Ólafur Már Sigurðsson
2003 Ragnhildur Sigurðardóttir
2004 Magnús Lárusson
2005 Magnús Lárusson
2006 Magnús Lárusson
2007 Sigurpáll Geir Sveinsson
2008 Heiðar Davíð Bragason
2009 Björgvin Sigurbergsson
2010 Birgir Leifur Hafþórsson
2011 Nökkvi Gunnarsson
2012 Þórður Rafn Gissurarson
2013 Birgir Leifur Hafþórsson
2014 Kristján Þór Einarsson
2015 Aron Snær Júlíusson
2016 Oddur Óli Jónasson
2017 Kristján Þór Einarsson
2018 Ragnhildur Sigurðardóttir
2019 Guðmundur Ágúst Kristjánsson
2020 Haraldur Franklín Magnús
2021 Guðmundur Ágúst Kristjánsson

<strong>MyndGuðmundur í Nærmynd<strong>
<strong>MyndGuðmundur í Nærmynd<strong>
Exit mobile version