Ungir kylfingar á Hvaleryarvelli. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Kylfingum á Íslandi heldur áfram að fjölga og þann 1. júlí s.l. voru skráðir félagsmenn í golfklúbbum landsins komnir yfir 22.000.  Á árinu 2021 hefur skráðum kylfingum fjölgað um rúmlega 2.000 eða 12% sé miðað við árið 2020. Á undanförnum tveimur árum hefur skráðum félagsmönnum fjölgað samtals um 3.900. 

Árið 1934 var fyrst byrjað að halda utan um fjölda félagsmanna í golfklúbbum á Íslandi. Í fyrstu talningunni voru 132 félagsmenn, árið 1990 voru 3.400 einstaklingar skráðir í golfklúbba landsins. Tíu árum síðar eða árið 2000 hafði þeim fjölgað mikið eða í 8.500. Á næstu 10 árum varð gríðarleg aukning og rétt um 15.800 félagsmenn voru skráðir árið 2010. 

Í dag eru 22.187 félagsmenn skráðir í golfklúbba landsins og í fyrsta sinn sem fleiri en 20.000 kylfingar eru skráðir í golfklúbb á Íslandi. 

Hlutfallslega var mesta fjölgunin á milli ára hjá kylfingum á aldrinum 16-39 ára. 

Konur eru nú 33% af hreyfingunni en konum fjölgaði um 2% á milli ára. 

14% af kylfingum landsins eru börn og unglingar og það setur Ísland í 4. sæti í Evrópu yfir hlutfall 18 ára yngri skráð í golfklúbba.

Í aldurshópnum 15 ára og yngri eru 2.432 kylfingar skráðir og er það 3% fjölgun frá árinu 2020. Mikil fjölgun er í aldurshópnum 16-19 ára eða sem nemur 29%. Eins og áður segir er mesta hlutfallslega fjölgunin hjá kylfingum á aldrinum 20-29 ára eða sem nemur 34% en rétt tæplega 2000 kylfingar á þessu aldursbili eru skráðir í golfklúbba landsins. 

Flestir sem stunda golfíþróttina eru á aldrinum 40-69 ára eða 12.283 kylfingar en umtalsverð fjölgun er á milli ára hjá þessum aldurshópi. 

Elstu kylfingum golfhreyfingarinnar fjölgar einnig umtalsvert. Í aldurshópnum 70-79 ára fjölgaði kylfingum um 13% og í hópi 80 ára og eldri var fjölgunin um 10%. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ