Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR eru báðir á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni sem fram fer dagana 19.-22. maí í Svíþjóð.

Mótið sem er hluti af næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour, fer fram á Österåkers vellinum í Åkersberga. Andri Þór Björnsson, GR, er hann sjötti maður biðlista fyrir mótið líkt og Bjarki Pétursson, GKG, er einnig skráður í mótið og er hann fjórði maður á biðlista.

Staðan á mótinu verður uppfærð hér:

Guðmundur Ágúst, Haraldur Franklín og Andri Þór voru allir á meðal keppenda á Range Servant mótinu sem fram fór í síðustu viku á Hinton vellinum í Malmö í Svíþjóð. Það var fyrsta mót Guðmundar á tímabilinu og hann endaði í 45. sæti á -4 samtals eða 284 höggum (68-70-76-70).

Andri Þór komst ekki í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir að hafa leikið á einu höggi undir pari vallar samtals (72-71).

Haraldur Franklín lék á +7 samtals (75-76) og komst ekki áfram.


Guðmundur Ágúst
Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR Myndsethgolfis
Haraldur Franklín Magnús Myndsethgolfis
Símamótið 2016
Andri Þór Björnsson GR Myndsethgolfis
Bjarki Pétursson Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ