Guðmundur Ágúst
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, náði sínum besta árangri frá upphafi á sterkustu atvinnumótaröð í Evrópu um liðna helgi. Guðmundur Ágúst endaði í 18.-23. sæti á Open de Portugal sem fram fór á Royal Óbidos vellinum. 

Guðmundur Ágúst lék hringina fjóra á 279 höggum (-9) samtals (69-72-69-69). Haraldur Franklín Magnús lék einnig á þessu móti en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 

Nánar hér:

Suður-Afríkumaðurinn Garrick Higgo sem lék á -19 samtals og fagnaði sínum fyrsta sigri á Evrópumótaröðinni. Fyrir sigurinn fékk Higgo um 13 millljónir kr. í verðlaunafé. 

Guðmundur Ágúst fékk rúmlega 5.500 Evrur í verðlaunafé eða sem nemdur rúmlega 900 þúsund kr. Guðmundur Ágúst hefur leikið á fimm mótum á Evrópumótaröðinni.

Árangur hans í Portúgal er næst besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á sterkustu atvinnumótaröð í karlaflokki.

Birgir Leifur Hafþórsson endaði í 11. sæti á Telecom Italia Open sem fram fór í maí árið 2007. Birgir Leifur hefur leikið á alls 68 mótum á Evrópumótaröðinni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ