Auglýsing

Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru allir á meðal keppenda á Abu Dhabi Challenge mótinu sem hefst á fimmtudaginn.

Mótið er hluti af Challenge Tour atvinnumótaröðinin sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í karlaflokki í Evrópu.

Mótið fer fram á Al Ain Equestrian vellinum í Abu Dhabi og verða leiknir fjórir hringir á fjórum keppnisdögum og ráðast úrslitin sunnudaginn 21. apríl

Haraldur Franklín hefur tekið þátt á þremur mótum á tímabilinu en hans besti árangur á árinu er 13. sæti á móti sem fram fór í Suður-Afríku í febrúar.

Guðmundur Ágúst og Axel eru að leika á sínu fyrsta móti á tímabilinu á þessari mótaröð.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Alls eru 29 mót á Challenge Tour á þessu tímabili og er mótið í Abu Dhabi það sjöunda á þessu tímabili.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ