/

Deildu:

Auglýsing

Guðmundur Ágúst Kristjánsson fagnaði sínum öðrum sigri í röð á háskólamóti í Bandaríkjunum á móti sem lauk í dag í Bandaríkjunum. Mótið fór fram á hinum sögufræga Old TPC White vellinum í Greenbrier. Völlurinn var opnaður árið 1914 og er hannaður af Charles Blair Macdonald sem er oft kallaður „faðir” golfvallahönnunar í Bandaríkjunum.

Guðmundur, sem leikur fyrir ETSU háskólaliðið, lék 36 holur á -3 (68-69) en ekki tókst að leika 54 holur á þessu móti – þar sem lokahringnum var aflýst vegna veðurs. Guðmundur Ágúst deildi því efsta sætinu með tveimur öðrum kylfingum en ETSU háskólaliðið sigraði í liðakeppninni.

Flestir af bestu kylfingum heims hafa leikið á þessum velli og má þar nefna Ben Hogan, Byron Nelson, Arnold Palmer, Gary Player, Lee Trevino, Jack Nicklaus og Tom Watson. Sam Snead fór í síðasta sinn holu í höggi á ferlinum á þessum velli árið 1995.

Greenbrier Classic meistaramótið á PGA mótaröðinni hefur farið fram á þessum velli frá árinu 2010. Á meðal þeirra sem hafa sigrað á því móti má nefna  Stuart Appleby (2010), Scott Stallings (2011), Ted Potter, Jr. (2012), Jonas Blixt (2013) og Àngel Cabrera (2014).

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ