Auglýsing

Það er vor í lofti þessa stundina á landinu og kylfingar fagna því. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir í viðtali við RÚV að það séu 70% líkur á því að hiti verði yfir meðaltali í sumar á Íslandi. Þar vitnar hann í útreikninga hjá Evrópureiknimiðstöðinni sem hefur náð einhverjum árangri í spám sínum – og þeirra spár um góðu sumrin á síðasta áratug gengu yfirleitt eftir segir Trausti í viðtalinu á RÚV.

„Sumar eru heldur drungalegar, því er ekki að neita, en það er af og frá að þær séu það allar,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Hann er hættur að spá á Veðurstofunni en skrifar meðal annars um tíðarfarið og svo heldur hann úti vinsælu bloggi, Hungurdiskum. Nú síðast skrifaði hann um það sem hann kallaði svartsýniskast sem virtist hafa gengið yfir um sumarveðrið.

Evrópureiknimiðstöðin státar af einhverjum árangri í spám sínum og spár hennar um góðu sumrin síðasta áratug gengu yfirleitt eftir segir Trausti. „Í sinni nýjustu spá þá gerir hún ráð fyrir því að hiti verði svona ívið fyrir ofan meðallag eða líkur séu á því að verði fyrir ofan meðallag. Og að úrkoma verði heldur undir meðallagi og loftþrýstingur verði yfir meðallagi.“

Þeir bjartsýnu vilji vitanlega halla sér að því en hinir svartsýnu halli sér að öðru. Til dæmis því að Evrópureiknimiðstöðin spáir frekar köldum maímánuði. „Og segja svo bara: Sögðum við ekki, sko, þetta fer allt fjandans til, nú fáum við kalt vor og svo fáum við rigningarsumar.“

Þótt Trausti vilji engu slá föstu sjálfur þá telur hann að líkön Evrópureiknimiðstöðvarinnar gefi smávon. „Ég held þeir tali um að það verði um 70 prósent líkur að hiti verði yfir meðallagi.“

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ