/

Deildu:

Auglýsing

Dómaranefnd GSÍ hefur nú lokið vinnu við að koma íslenskri þýðingu golfreglnanna og öðrum texta tengdum golfreglunum inn á vef R&A og í regluapp R&A.

Vefur R&A er á slóðinni www.randa.org. Þar er nú hægt að nálgast eftirfarandi texta á íslensku:

https://www.randa.org/is-is/rog/2019/pages/the-rules-of-golf

  1. Golfreglurnar ásamt skilgreiningum.
  2. Leikmannaútgáfu golfreglnanna ásamt skilgreiningum.
  3. Túlkanir golfreglnanna.
  4. Verklag nefnda, efni fyrir golfklúbba og mótsstjórnir.
  5. Golfreglur fyrir fatlaða leikmenn.
  6. Sjónræna leit í golfreglunum.
  7. Spurningaleik vegna golfreglnanna.
  8. Golfregluskólann þar sem hægt er að taka 1. stigs próf í golfreglunum.

Auk þess er hægt að nálgast app R&A vegna golfreglnanna á Play Store (fyrir Android síma) og á App Store (fyrir iPhone síma). Eftir að appið hefur verið sett upp er hægt að sækja íslenska textann og fletta og leita í golfreglunum á íslensku.

Dómaranefndin vonast til að með þessum áfanga verði golfreglurnar enn aðgengilegri fyrir íslenska kylfinga og golfklúbba.

Sérstaklega hvetur nefndin golfklúbba til að kynna sér „Verklag nefnda“ en þar er mjög gagnlegt efni um uppsetningu valla, staðarreglur, framkvæmd móta og fleira.


author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ