Golfsamband Íslands

Golfreglur 2019: Misskilningur í holukeppni

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Leikmaður í holukeppni fær ekki víti þótt hann lyfti bolta sínum ef það gerist vegna eðlilegs misskilnings um að orð eða athafnir mótherjans hafi falið í sér gjöf á höggi, holu eða leiknum.

Í fyrri reglum fékk leikmaðurinn ekki víti ef hann lyfti bolta sínum vegna þess að hann misskildi orð mótherjans. Nú er einnig horft til athafna mótherjans, svo sem bendinga til leikmannsins eða annarrar líkamstjáningar.

Sjá reglu 3.2

Exit mobile version