/

Deildu:

Auglýsing

Ágætu kylfingar

Vorið nálgast og kylfingar munu brátt byrja að leika eftir nýjum golfreglum, sumir kannski þegar byrjaðir að leika eftir þeim.

Íslensk þýðing á reglunum (Leikmannaútgáfan) verður send heim til kylfinga á næstu dögum og gott er fletta reglulega í bókinni fram á vorið.

Flestir klúbbar munu bjóða upp á kynningar á breytingunum fyrir klúbbmeðlimi.

Til að fræða kylfinga enn frekar um breytingarnar hefur dómaranefnd GSÍ sett saman fréttaskot sem verða birt á www.golf.is, þar sem tekið verður fyrir ein tiltekin reglubreyting í hvert skipti.

Fyrsta birting verður mánudaginn 18.febrúar, og síðan reglulega fram að páskum.

Héraðsdómaranámskeið

Dómaranefndin mun standa fyrir héraðsdómaranámskeiði í vor eins og hefur verið gert síðustu ár. Fyrirlestrar verða 18., 21., 26., og 28. mars 2019, kl. 19:00 – 22:00 og próf þann 30. mars og 4. apríl. Námskeiðið er ókeypis.

Þátttöku í héraðsdómaranámskeiði er hægt að tilkynna með því að senda tölvupóst á domaranefnd@golf.is.

Dómaranefndin vill skora á forráðamenn golfklúbba til ræða við þá félaga sem þeir telja að gætu haft áhuga á að starfa fyrir klúbbinn á sviði mótahalds og dómgæslu og hvetja þá til að afla sér dómararéttinda.

Með reglukveðju,
Dómaranefnd GSÍ

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ