/

Deildu:

Auglýsing

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Í golfreglunum er ætlast til að allir leikmenn leiki í anda leiksins, með því að:

  • Koma fram af ráðvendni, til dæmis með því að fylgja reglunum, beita öllum
    vítum og vera heiðarlegir í öllu sem snýr að leiknum.
  • Sýna öðrum tillitssemi, til dæmis með því að leika rösklega, vera vakandi fyrir öryggi annarra og trufla ekki leik annars leikmanns.
  • Ganga vel um völlinn, til dæmis með því að leggja torfusnepla á sinn stað, slétta glompur, lagfæra boltaför og valda ekki óþarfa skemmdum á vellinum

Klúbbar og mótshaldarar geta einnig sett eigin hegðunarreglur, sem gilda fyrir allan leik á viðkomandi velli eða fyrir tiltekin mót.

Í hegðunarreglunum er hægt að ákvarða að leikmenn fái víti (t.d. eitt eða tvö vítahögg) ef þeir brjóta ákvæði reglnanna. Hegðunarreglurnar geta t.d. fjallað um hegðun gagnvart starfsmönnum og öðrum leikmönnum, umgengni um völlinn eða klæðaburð.

Með hegðunarreglum er því hægt að refsa leikmönnum fyrir óviðeigandi framkomu, án þess að grípa til frávísunar, sem oft á tíðum er óþarflega hörð refsing.

Sjá reglu 1.2

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ