/

Deildu:

Auglýsing

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Ef þú bætir aðstæður fyrir næsta högg með því að hreyfa hlut sem þú mátt ekki hreyfa (svo sem hvíta vallarmarkastiku) er það oftast vítalaust, ef þú setur hlutinn aftur á sinn stað áður en þú slærð höggið.

Áður hafði leikmaður bakað sér víti um leið og hann hreyfði hlutinn en nú fær leikmaðurinn því aðeins víti að hann hafi ekki náð að koma hlutnum í upphaflega stöðu áður en leikmaðurinn slær höggið.

Bætir þú aðstæður fyrir næsta högg með því að breyta yfirborði jarðarinnar, t.d. með því að hreyfa við jarðvegi eða fjarlægja dögg losnarðu ekki undan vítinu.

Sjá reglu 8.1

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ