Golfsamband Íslands

Golf á Íslandi fær frábæra dóma í þættinum Living Golf á CNN – hér getur þú séð þáttinn

Living Golf á CNN hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að golfumfjöllun.

Nýverið komu þeir aðilar sem sjá um framleiðslu þáttarins til Íslands með það að markmiði að gera þátt um golf á Íslandi.

Þátturinn um Ísland var frumsýndur um s.l. helgi á CNN. Þátturinn er afar áhugaverður og mun án efa vekja mikla athygli á Íslandi sem góðan valkost fyrir heimsóknir erlendra kylfinga.

Sean Coppack er framleiðandi þáttarins og James Stacey er ritstjóri.

Efnisvalið í þættinum er fjölbreytt og komið er víða við eins og sjá má í hlekknum hér fyrir neðan.

Á meðal viðmælanda í þættinum eru Karl Haraldsson í PGA golfkennari í Vestmanneyjum, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, Gunnar Páll Pálsson, formaður Golflklúbbs Brautarholts, Einar Gestur Jónasson, vallarstjóri Brautarholtsvallar, Kári H. Sölmundarson formaður Golfklúbbsins Odds, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group og Úlfar Jónsson íþróttastjóri GKG.

Smelltu hér til að sjá þáttinn.

Exit mobile version