Auglýsing

Golfsamband Íslands hélt fræðslu – og upplýsingafund á Selfossi þann 26. mars s.l. Þar mættu forsvarsfólk golfklúbba á Suðurland. Góð mæting var á fundinnþar sem að ýmis verkefni og áskoranir fyrir golfsumarið 2023 voru til umræðu. Í byrjun mars voru slíkir fundir haldnir á Egilsstöðum og Akureyri – og er markmiðið að halda fleiri slíka fundi á næstu vikum.

Hulda Bjarnadóttir forseti GSÍ, Hörður Geirsson Varaforseti GSÍ, Arnar Geirsson Kerfisstjóri GSÍ og Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ mættu fyrir hönd Golfsambands Íslands á fundinn.

Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands, opnaði fundina og ræddi þar um það helsta sem er framundan hjá golfhreyfingunni á Íslandi. Hulda fór þar yfir helstu áherslupunkta úr stefnu GSÍ, sjálfbærni, lýðheilsu og forvarnir. Stuðningur sveitarfélaga við golfklúbba var stór þáttur í framsögu Huldu.

Arnar Geirsson, kerfisstjóri GSÍ, fór yfir það er efst á baugi í Golfbox kerfinu og vallarmati. Efla á gagnasöfnun innan golfhreyfingarinnar og auka gagnsæi og aðgengi að þeim upplýsingum. Arnar kynnti einnig rafræna undirritun skorkorta í golfmótum – þar sem að keppendur geta sent skortkortið strax að lokinni keppni með farsímanum. Þessi leið mun spara tíma fyrir mótstjórnir. Rafrænt forgjafarskírteini var einnig kynnt og möguleikar Golfbox kerfisins til að staðfesta mætingu í rástíma með QR kóða.

Hörður Geirsson, varforseti GSÍ og alþjóðadómari, fór yfir helstu breytingar á golfreglunum sem tóku gildi á þessu ári. Hann fór einnig yfir merkingu golfvalla, staðarreglur og kynnti möguleika og valkosti fyrir þá sem vilja gerast golfdómarar.

Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, fór yfir þá vinnu sem sambandið hefur unnið að varðandi forvarnir. Á meðal þess sem gert hefur verið er að móta – og skilgreina starfshætti, verkferla og vinnubrögð. Brynjar kynnti einnig viðbragðsáætlun íþrótta – og æskulýðsstarfs, ásamt siða – og hegðunarreglum.

Í lok fundann var opin umræða um stuðning sveitarfélaga við golfklúbba – og fjölmörg önnur mál voru rædd á þessum tveimur fundum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ