Íslandsmeistaralið GM: Frá vinstri. Andri Ágústsson liðsstjóri, Pamela Ósk Hjaltadóttir, Auður Bergrún Snorradóttir, Eva Kristinsdóttir, Birna Rut Snorradóttir, Heiða Rakel Rafnsdóttir, og Dagur Ebenezersson þjálfari GM. Mynd/BEG
Auglýsing

Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM, fagnaði sigri á Íslandsmóti golfklúbba í flokki 16 ára og yngri í stúlknaflokki 2022. Úrslitin réðust í dag á Strandarvelli á Hellu.

Fjögur lið tóku þátt í þessum aldursflokki í stúlknaflokki og varð lið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í öðru sæti. Golfklúbbur Mosfellsbæjar var með tvö lið á þessu Íslandsmóti og endaði GM-2 í þriðja sæti og GR varð í fjórða sæti.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit leikja:

Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu:

<strong>Íslandsmeistaralið GM Frá vinstri Andri Ágústsson liðsstjóri Pamela Ósk Hjaltadóttir Auður Bergrún Snorradóttir Eva Kristinsdóttir Birna Rut Snorradóttir Heiða Rakel Rafnsdóttir og Dagur Ebenezersson þjálfari GM MyndBEG<strong>
<strong>Lið GKG Arnar Már Ólafsson þjálfari Halla Stella Sveinbjörnsdóttir Katla Bríet Björgvinsdóttir Kristín Helga Ingadóttir María Ísey Jónasdóttir Elísabet Ólafsdóttir og Elísabet Sunna Scheving MyndBEG<strong>
<strong>Lið GM 2 Andri Ágústsson liðsstjóri Gabríella Neema Stefánsdóttir Ásdís Eva Bjarnadóttir Ásdís Rún Hrafnhildardóttir Dagbjört Erla Baldursdóttir Ísabella Björt Þórisdóttir María Rut Gunnlaugsdóttir og Dagur Ebenezersson þjálfari MyndBEG<strong>
<strong>Íslandsmeistaralið GM Frá vinstri Andri Ágústsson liðsstjóri Pamela Ósk Hjaltadóttir Auður Bergrún Snorradóttir Eva Kristinsdóttir Birna Rut Snorradóttir Heiða Rakel Rafnsdóttir og Dagur Ebenezersson þjálfari GM MyndBEG<strong>

Í stúlknaflokki voru fjögur lið sem tóku þátt. Í stúlknaflokki var keppt í einum riðli og leikin ein umferð í riðlinum.

Í holukeppninni var leikinn einn fjórmenningur og tveir tvímenningsleikir. Í fjórmenningsleikjunum eru tveir leikmenn saman í liði og leika þeir einum bolta og slá þeir upphafshöggin til skiptis. Í tvímenningnum er einn leikmaður úr hvoru liði sem keppa gegn hvorum öðrum í holukeppni.

Liðin sem tóku þátt í stúlknaflokki 16 ára og yngri eru:

GR (Golfklúbbur Reykjavíkur)
GM 1 (Golfklúbbur Mosfellsbæjar).
GM 2 (Golfklúbbur Mosfellsbæjar).
GKG (Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ