/

Deildu:

Peter Salmon.
Auglýsing

Rúmlega 200 kylfingar tóku þátt í VITA-golfmótinu sem fram fór á Hlíðavelli í Mofellsbæ um síðustu helgi. Peter Salmon, mótshaldari og framkvæmdastjóri VITA-golf segir að mótshaldið hafi gengið gríðarlega vel og sérstök áhersla hafi verið lögð á að halda uppi góðum leikhraða – og það tókst vel og var meðalleikhraði keppenda á 18 holum 4 klst. og 10 mínútur.

„Flestir kylfingar hér á landi eru sammála um að golfið taki allt of langan tíma, en þó sérstaklega í opnum golfmótum. Fimm og uppí sex tíma golfhringir eru því miður oftar en ekki venjan í opnum mótum. Þeir sem taka þátt eru sammála um að þetta sé allt of langur tími á golfvellinum. Því miður hefur lítið sem ekkert verið gert til að stytta þennan tíma, þannig að ég sá gullið tækifæri til að reyna að laga þetta í okkar eigin VITA golfmóti á Hlíðavelli.

Ég tók á móti öllum keppendum sjálfur og sagði við þau að það væri kominn tími til að flýta leik og allir keppendur sem einn voru sammála þessu. Ég lofaði einnig að ef allir keppendur myndu spila hringinn á innan við 4,5 klukkustundum að við myndum draga úr öllum skorkortum í leikslok um 4 x vikuferðir til Spánar eða Portúgal með VITAgolf vorið 2016.“

[quote_left]Með miklum áhuga og dugnaði keppenda ásamt frábærri samvinnu við starfsfólk GM, náðist markmiðið og gott betur![/quote_left]

Það er langt síðan ég hef séð svona mikla gleði á golfvellinum og einnig inni í klúbbhúsinu eftir hringinn. Þessi hraði leikur hafði mikil og góð áhrif á alla viðstadda. Það var stórkostlegt að upplifa þessa miklu breytingu sem er vonandi komin til að vera.

Ég vil allavega hvetja styrktaraðila, klúbba og golfhreyfingar almennt til að nota þetta tækifæri og gera eins eða svipaða hluti, því þetta er án efa það sem fólkið vill.  Vonandi er þetta bara byrjunin og allar klúbbar og mótshaldarar munu fylgja þessu eftir.

[quote_box_right]Næsta skref gæti verið að allir golfhringir yrðu spilað að meðaltali um 4 klukkustundir. Það hlýtur að vera markmið allra innan golfhreyfingarinnar.[/quote_box_right]

Það sem gerðist í VITA-golfmótinusýnir okkur að það er ekkert mál að spila golf mun hraðar en almennt gerist í mótum. Þessi dagur á Hlíðavelli var einn gleðiríkasti golfdagur sem ég hef upplifað í langan  tíma,“ sagði Peter Salmon framkvæmdastjóri VITA-golf.

Peter ásamt starfsmönnum VITA-golf. 

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ