Hlynur Bergsson og Ragnhildur Kristinsdóttir.
Auglýsing

Hlynur Bergsson og Ragnhildur Kristinsdóttir enduðu jöfn í 25. sæti á Duke of York golfmótinu en lokahringurinn fór fram í dag. Ragnhildur, sem er líkt og Hlynur, Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára, lék á 74 höggum í dag eða +2 og Hlynur var á +5 eða 77 höggum. Ragnhildur, sem er úr GR, lék hringina þrjá á 77-77-74 eða 228 höggum. Hlynur, sem er úr GKG, lék hringina þrjá á 228 höggum 77-72-77. Gísli Sveinbergsson úr Keili sigraði á þessu sterka áhugamannamóti í fyrra en finnski kylfingurinn Oliver Lindell stóð uppi sem sigurvegari á 207 höggum (73-68-66).

Lokastaðan

Leikið var á, Shore og Dunes völlunum á Prince’s, en golfvallasvæðið er alls 27 holur og skipt upp í þrjá 9 holu hluta.

Úrtökumót fyrir Opna breska meistaramótið fara fram árlega á þessum völlum. Völlurinn eru ekki langt frá hinum sögufræga Royal St George’s velli þar sem Opna breska hefur farið 13. sinnum fram og síðast árið 2011 þar sem Norður-Írinn Darren Clarke sigraði.

Landsmeistarar frá 27 löndum víðsvegar um veröldina taka þátt – en alls eru 56 keppendur.

Íslenskir kylfingar hafa verið sigursælir á þessu móti á undanförnum árum en Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) (2010), Ragnar Már Garðarsson (GKG) (2012) og Gísli Sveinbergsson (GK) (2014) hafa allir fagnað sigri á þessu móti. Rory McIlroy frá Norður-Írland, sem er í efsta sæti á heimslista atvinnukylfinga, varð annar á þessu móti árið 2004.


Leiknar voru 54 holur og er einn keppnisflokkur fyrir alla, konur og karla.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ