/

Deildu:

Edwin Roald.
Auglýsing

Umhverfissamtökin Golf Environment Organization, GEO, hafa lýst yfir stuðningi við hugmyndir íslenska golfvallahönnuðarins Edwins Roalds um að endurheimta þann ótakmarkaða sveigjanleika sem áður var við lýði gagnvart holufjölda á golfvöllum, en Edwin telur að slík breyting muni stórauka möguleika golfleiksins til að höfða betur til kylfinga, sjónarmiða um umhverfisvernd og verða öflugri þátttakandi í samfélaginu. Á vefsvæðinuwhy18holes.com, sem Edwin heldur úti, segir Jonathan Smith, framkvæmdastjóri GEO:

„Why18holes-nálgunin er upplífgandi og kærkomin hugmynd sem hvetur til aukins sveigjanleika og aðlögunarhæfni við hönnun golfvalla. Hugmyndin um að landslag og aðrar auðlindir, sem í boði eru, skuli móta allar meiriháttar ákvarðanir sem teknar eru, meira að segja hversu margar holurnar verða, er kraftmikil og sannfærandi. Við dáumst að og hvetjum Edwin í viðleitni hans til að endurhugsa þætti í golfvallahönnun sem svo lengi hefur verið litið á sem sjálfsagða, sem og í leit hans að nýstárlegum lausnum sem sækja innblástur í aldagömul gildi.“

Golf Environment Organization eru umhverfissamtök sem stofnuð hafa verið til að hvetja golfhreyfinguna til að temja sér sjálfbæra starfshætti. Umhverfismerki þeirra, GEO Certified, er orðið mjög útbreitt í golfheiminum og eru Keilir og Nesklúbburinn einu íslensku golfklúbbarnir meðal þeirra 160 á heimsvísu sem hana hafa fengið.

Næstu misseri verða fyrstu nýju golfvellirnir kynntir til sögunnar, sem farið hafa í gegnum vottunarkerfi GEO fyrir nýframkvæmdir, og er sjálfur ólympíuvöllurinn í Ríó þar á meðal. Af þessu að dæma hefur GEO vaxið fiskur um hrygg og náð traustri fótfestu í heimsgolfinu, sem varpar skýru ljósi á þá þýðingu sem stuðningsyfirlýsing samtakanna hefur fyrir hugmyndir Edwins um sveigjanlegri holufjölda.

Fyrr á þessu ári hafði hinn konunglegi og forni golfklúbbur St. Andrews, R&A, sent frá sér ámóta stuðingsyfirlýsingu, en R&A leiðir golfhreyfinguna á heimsvísu utan Bandaríkjanna og Mexíkó. Þá yfirlýsingu er einnig að finna á vef Edwins, why18holes.com.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ