Örn Höskuldsson og Georg Tryggvason, stofnendur Golfklúbbsins Kjalar og heiðursfélagar Golfklúbbs Mosfellsbæjar slóg fyrstu höggin á Íslandsmótinu í golfi 2020 - ásamt bæjarstjóra Mosfellsbæjar, Haraldi Sverrissyni.
Auglýsing

Íslandsmótið í golfi var sett með formlegum hætti kl. 7:30 í morgun á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, setti mótið með stuttu ávarpi. 

Örn Höskuldsson og Georg Tryggvason, stofnendur Golfklúbbsins Kjalar og heiðursfélagar Golfklúbbs Mosfellsbæjar slóg fyrstu höggin á Íslandsmótinu í golfi 2020 – ásamt bæjarstjóra Mosfellsbæjar, Haraldi Sverrissyni. 

Örn og Georg voru eins og áður segir á meðal þeirra sem stofnuðu Golfklúbbinn Kjöl þann 1. desember árið 1980. Kjölur og Golfklúbbur Bakkakots voru sameinaðir árið 2015. 

Fyrsti ráshópur Íslandsmótsin hélt af stað eftir setninguna, en heimamaðurinn og klúbbmeistari GM 2020, Kristófer Karl Karlsson, sló fyrsta högg Íslandsmótsins. Þar á eftir slógu þeir Hlynur Geir Hjartarson (GOS) og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (GS).

Öflugur klúbbur með stutta sögu 

Golfíþróttin á sér ekki langa sögu í Mosfellsbæ en Golfklúbbur Mosfellsbæjar er í dag einn af fjölmennustu og öflugustu golfklúbbum landsins. Golfklúbbur Mosfellsbæjar var stofnaður árið 2015 þegar Golfklúbbur Bakkakots í Mosfellsdal og Gokfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ sameinuðust undir merkjum GM, eða Golfklúbbs Mosfellsbæjar. 

Golfklúbbur Bakkakots hafði starfað allt frá árinu 1991 og Golfklúbburinn Kjölur frá árinu 1980. Nýr golfklúbbur hlaut skammstöfunina GM og skartar í dag tveimur vallarsvæðum. Hlíðavöllur er staðsetur í Mosfellsbæ og er glæsilegur 18 holu golfvöllur við ströndina og óviðjafnanlegu útsýni yfir Faxaflóann. Bakkakot í Mosfellsdal er skemmtilegur 9 holu golfvöllur í yndislegri náttúru Mosfellsdals.

Það liðu sex ár frá því að Kjölur var stofnaður þar til að byrjað var að leika á Hlíðavelli. Framkvæmdir hófust við Hlíðavöll árið 1983 og þremur árum síðar var 9 holu völlur opnaður. Sjálfboðaliðar unnu að mestu við uppbyggingu vallarins á þessum árum – en GM býr enn að því hversu sterkur félagsandinn er í klúbbnum, og öflugt sjálfboðalið er eitt helsta einkenni klúbbsins. 

Árið 2004 var hafist handa við að stækka Hlíðavöll í 18 holur. Fimm nýjar holur voru opnaðar árið 2008 og var völlurinn 14 holur allt til ársins 2011 þegar allar 18 holur vallarins voru tilbúnar. Edwin Roald Rögnvaldsson hannaði nýja hluta vallarins. Völlurinn liggur við ströndina og er óviðjafnanlegt útsýni bæði til sjávar og fjalla frá ýmsum stöðum á vellinum. Brautirnar á Hlíðavelli eru fjölbreyttar og með skemmtilegar áskoranir. Eldri hluti Hlíðavallar er tiltölulega stuttur og eru flatir þar oft á tíðum aðeins upphækkaðar. Á nýrri hluta vallarins eru brautirnar talsvert lengri og flatir almennt mjög stórar.

Ný og glæsileg íþróttamiðstöð var opnuð við völlinn árið 2017. Við þær breytingar fékk fjölbreytt starfssemi klúbbsins fékk frábæra aðstöðu. Efri hæð hússins er 650 fermetrar en þar er stór veitingasalur og veitingaþjónusta, golfverslun, snyrtingar og skrifstofur. Á neðri hæð hússins er m.a. fullkomin æfingaaðstaða. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ