/

Deildu:

Auglýsing

Í ljósi umræðunnar um kynferðislegt áreiti og ofbeldi og #METOO samfélagsmiðlabyltingarinnar er ekki úr vegi að benda á það efni sem nú þegar er til hjá ÍSÍ um þetta málefni eða getur hjálpað til ef málefni af þessu tagi kemur upp. Frá þessu er greint á vef ÍSÍ.

Það er félögum og öðrum sambandsaðilum ÍSÍ sjálfsagt að nýta allt það efni sem er til staðar á vefsíðunni og í formi fræðslubæklinga.

•Bæklinginn Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum má finna hér á vefsíðu ÍSÍ: https://isi.is/…/forvarnir/kynferdislegt-ofbeldi-i-ithrottum/

•Hegðunarviðmið ÍSÍ (siðareglur) geta félög haft að leiðarljósi við samningu siðareglna eða tekið þær óbreytt upp: https://isi.is/…/Efnis…/Log-og-reglugerdir/hegdunarvidmid.pdf

• Hér má sjá Viðbragðsáætlun við óvæntum atburðum: https://isi.is/…/vidbragsaaetlun_isi_vid_ovaentum_atburdum.p…

• Hér má nálgast eyðublaðið Samþykki um uppflettingu í sakaskrá: https://isi.is/…/forv…/samthykki-um-uppflettingu-i-sakarskra/

Besta forvörnin felst í því að fræða, eiga góðar siðareglur og að opið og jákvætt andrúmsloft ríki í félaginu. Þegar nýr þjálfari hefur störf innan félagsins er æskilegt að fá meðmæli frá félögum sem hann hefur þjálfað hjá og fara yfir siðareglur félagsins. Síðast en ekki síst skal benda á að ef grunur leikur á kynferðislegu ofbeldi eða einhverjar spurningar vakna skal hafa samband við Barnavernd í því sveitarfélagi þar sem brotið er framið ef um barn er að ræða og tilkynna í nafni félagsins.

Ef um fullorðinn einstakling er að ræða skal hringt í lögreglu í síma 112.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ