/

Deildu:

Auglýsing

Steindór Kr. Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri GA. Þetta kemur fram á vef Golfklúbbs Akureyrar.

Steindór er félögum vel kunnugur, en hann hefur starfað sem vallarstjóri GA undanfarin 15 ár. Steindór er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi. Steindór hefur einnig gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum og er nú formaður Samtaka íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun, hér er mikil uppbygging búin að vera í gangi síðustu ár og verður gaman að fá að vinna enn nánar að frekari framförum.“

Stjórn GA býður Steindór velkominn í nýtt starf hjá GA og væntir mikils af samstarfi við hann.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ