Einvígi aldarinnar. Mynd/GR
Auglýsing

Einvígi aldarinnar

Íslandsmótið í golfi fór fram á Grafarholtsvelli árið 1977 eða fyrir fjörtíu árum. Á þessari mynd má sjá frá vinstri Björgúlf Lúðvíksson, Ragnar Ólafsson, Björgvin Þorsteinsson og Atla Arason.

Íslandsmótið var það fjölmennasta frá upphafi þar sem 226 keppendur tóku þátt en mótið var flokkaskipt á þessum tíma.

Í Morgunblaðinu er sagt frá því að einvígi aldarinnar hafi farið fram á Grafarholtsvelli. Björgvin náði forystu eftir tvo fyrstu hringina en fékk mikla baráttu frá Ragnar Ólafssyni úr GR. Ragnar sýndi mikla íþróttamennsku þegar hann dæmdi víti á sig á þriðja keppnisdeginum þegar bolti hans hreyfðist úr stað án þess að nokkur maður tæki eftir því. Björgvin sigraði með minnsta mun en hann lék á 306 höggum og Ragnar á 307 höggum.  

Um 200 manns fylgdu lokaráshópnum á lokahringnum og þótti það mikið afrek að fá svo marga áhorfendur á svæðið.

Þetta var jafnframt sjötti Íslandsmeistaratitill Björgvins en hann varð Íslandsmeistari sex sinnum á sjö ára tímabili, 1971-1977.

Björgvin og Úlfar Jónsson eiga báðir sex Íslandsmeistaratitla en metið á Birgir Leifur Hafþórsson sem bætti sjöunda titlinum í safnið á Jaðarsvelli á Akureyri á síðasta ári.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ