Jón Gunnar Kanishka Shiransson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

– Jón Gunnar Kanishka Shiransson kann vel við heimavöllinn í Tungudalnum

„Ég spila oftast á golfvellinum á Ísafirði í Tungudal en mér fannst rosalega gaman að spila á Highlands Reserve vellinum á Flórída í vetur,“ segir Jón Gunnar Kanishka Shiransson, 10 ára kylfingur úr Golfklúbbi Ísafjarðar.

Jón Gunnar var brosmildur þegar Golf á Íslandi hitti á hann á Svarfhólsvelli á Selfossi á dögunum þar sem hann hafði ferðast rúmlega 450 km leið til þess að keppa á Áskorendamótaröð Íslandsbanka.

Hvernig byrjaðir þú í golfi?
„Ég byrjaði að leika mér í golfi þegar ég var 5 ára gamall með afa mínum.“

Hvað er skemmtilegast í golfi?
„Upphafshöggin eru skemmtilegasti hlutinn af golfinu, að slá langt. Mér finnst líka gaman að spila með skemmtilegu fólki.“

Hvar spilar þú mest/oftast golf?
„Ég spila oftast á Tungudalsvelli heima á Ísafirði. Uppáhaldsvöllurinn minn er Highlands Reserve völlurinn á Flórída.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf?
„Mér finnst gaman í körfubolta.“

Í hvaða skóla og bekk ertu?
„Er í 5. bekk í Grunnskóla Ísafjarðar.“

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn?
„Jason Day er uppáhaldskylfingurinn minn.“

Staðreyndir:
Nafn:  Jón Gunnar Kanishka Shiransson
Aldur: 10 að verða 11 í júlí
Forgjöf: 29,7
Uppáhaldsmatur: Lasagna
Uppáhaldsdrykkur: Vatn
Uppáhaldkylfa: Dræver

Jón Gunnar Kanishka Shiransson Myndsethgolfis
Jón Gunnar Kanishka Shiransson Myndsethgolfis
Jón Gunnar Kanishka Shiransson Myndsethgolfis
Jón Gunnar Kanishka Shiransson Myndsethgolfis
Jón Gunnar Kanishka Shiransson Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ