Golfsamband Íslands

Fjölbreytt erindi flutt á ráðstefnu SÍGÍ

Það er mikið um að vera í dag, þann 1. mars 2023, hjá félagsmönnum í Samtökum íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi, SÍGÍ.

Félagið stendur fyrir viðamikilli ráðstefnu sem fram fer í dag í golfskálanum hjá Keili í Hafnarfirði.

Helsta markmið SÍGÍ er að viðhalda og bæta gæði golf- og íþróttavalla hérlendis – og á ráðstefnunni í dag eru fjölmörg áhugaverð erindi.

SÍGÍ eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi.

Fjöldi gesta og sérfræðinga mun flytja erindi á ráðstefnunni og koma þeir víðsvegar að úr heiminum eins og sjá má í dagskrá ráðstefnunnar sem má sjá hér fyrir neðan ásamt myndum sem teknar voru í morgun þegar ráðstefnan hófst.

Exit mobile version