/

Deildu:

Auglýsing

Meðaldalsvöllur í Dýrafirði er einn af þeim völlum sem er áhugaverður kostur fyrir þá sem eru á ferðinni á Vestfjörðum.

Þar er ein glæsilegasta par 3 hola landsins, sú sjöunda, og óhætt að segja að sú braut sé ógleymanleg fyrir alla sem hana leika.

Um 130 metra löng hola þar sem slegið er yfir vatnstorfæru og stíflu en flatarstæðið er á stórkostlegum stað.

Vallarstæðið í Meðaldal er ákaflega skemmtilegt. Völlurinn er í fjölbreyttu landslagi og krefjandi holur víðsvegar á vellinum sem er níu holur og rétt um 5.100 metra langur af aftari teigum en 4.160 metrar af fremri teigum.

Golfklúbburinn Gláma var stofnaður árið 1991. Í bókinni Golf á Íslandi, eftir Steinar J. Lúðvíksson og Gullveigu Sæmundsdóttur, segir að Þröstur Sigtryggsson, fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni, hafi verið verið einn af aðalhvatamönnum að stofnun golfklúbbsins.

Meðaldalsvöllur er í um 5 km fjarlægð frá Þingeyri og er ekið framhjá flugvellinum til þess að komast að vellinum sem er einstakur á sinn hátt.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ