Auglýsing

Íslenska kvennalandsliðið í golfi skipað leikmönnum 50 ára og eldri hefur leik á Evrópumótinu í liðakeppni þriðjudaginn 5. september. Alls eru 20 lið sem taka þátt. Mótið fer fram á Parador El Saler vellinum á Spáni.

Lið Íslands er þannig skipað: Ásgerður Sverrisdóttir, Ásta Óskarsdóttir, Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir og Þórdís Geirsdóttir.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Á fyrstu tveimur keppnisdögunum er leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin telja en alls eru sex leikmenn í hverju liði. Á þriðja keppnisdegi er liðunum raðað upp í riðla eftir árangri í höggleiknum.

Liðin í átta efstu sætunum keppa um Evrópumeistaratitilinn í A-riðli, liðin í sætum 9-16 leika í B-riðli og liðin í 17.-20. sæti leika í C-riðli.

Þjóðirnar sem taka þátt eru: Austurríki, Belgía, Sviss, Skotland, Tékkland, Þýskaland, Eistland, England, Spánn, Finnland, Frakkland, Ungverjaland, Írland, Ísland, Ítalía, Holland, Noregur, Portúgal, Svíþjóð, og Slóvenía.

3. keppnisdagur

Ísland lék gegn Hollendingum í 2. umferð B-riðils. Þar hafði Holland betur 4-1.

Úrslit leikja má sjá hér fyrir neðan.

Ísland mætti liði Svía í 1. umferð um sæti 9-16. Þar hafði Svíþjóð betur 4-1. Úrslit leikja má sjá hér fyrir neðan.

2. keppnisdagur:

Íslenska liðið endaði í 16. sæti eftir höggleikinn á +157 samtals og leikur um sæti 9-16 í B-riðli í holukeppninni.

Ragnheiður Sigurðardóttir, 85 högg (+12)
Þórdís Geirsdóttir, 89 högg (+16)
Ásgerður Sverrisdóttir, 89 högg (+16)
María Málfríður Guðnadóttir, 91 (+18)
Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, 91 högg (+18)
Ásta Óskarsdóttir, 99 högg (+27)

1. keppnisdagur:

Íslenska liðið er í 17. sæti eftir 1. keppnisdaginn á +96 samtals.

Þórdís Geirsdóttir, 81 högg (+8)
Ragnheiður Sigurðardóttir, 85 högg (+12)
María Málfríður Guðnadóttir, 90 högg (+17)
Ásgerður Sverrisdóttir, 94 högg (+21)
Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, 92 högg (+19)
Ásta Óskarsdóttir, 99 högg (+27)

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ